Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
15.1.2009 | 23:03
Dísur
Ég er í bandi sem heitir Dísurnar og nú standa æfingar yfir svo að maður er ekki að blogga mikið, en við erum að gigga
annað hvöld í Álvagerði kl 8 hehehe. þetta er alveg frábært hjá okkur segir einn aðdáandinn, en jæja ég skal segja ykkur frá því hvernig þetta var,ok? svo er ég að fara að vinna á morgun (prófa smá ). verð að fara snemma að sofa
11.1.2009 | 21:52
Guðalög.
já hann sonarsonur minn einn er stundum svo sniðugur ,að mér finnst og reyndar þeir allir þrír, en við vorum á leið í bæinn í dag og hann Kristinn var með okkur og Bjartur .og þeir eru að syngja lagið jesus er besti vinur barnanna, svo fer kristinn að syngja eitthvað annað lag og fannst Bjartur trufla sig og segir hættu Bjartur ég er að semja guðalög
þetta fannst mér findið en ekki honum Bjarti sem fór að væla ut af tí að ég vil líka semja( vældi hann) hahaha.
9.1.2009 | 15:04
kisinn
Kisan er komin heim til sín,sem er frábært,það kom alveg frábær stúlka og sagðist vera búin að leita lengi að honum eða alveg síðan í byrjun desember en þá hafði þetta verið þannig að hún hafði gefið hann hingað í vogana en fólkið hafði svo flutt í keflavík og skilið köttinn eftir og hann fór á flakk náttúrlega að leita að mat og verið á flækingi í einhvern tíma,en hún frétti þetta þegar að hún fór að gá hvernig hann hefði það hjá nýju eigendonum,þetta var nú öll umhyggjan
en allt er þetta nú gott þó að ég hafi varla tímt að láta hana hafa hann.
4.1.2009 | 23:24
afmæli
Það var nú aldelis skemmtilegur dagur, afmælisdagur. Byrjaði á því að ég fékk kaffi í rúmið og svo sagði hann að við værum að fara í bæinn, en ég átti ekkert að vita neitt nema að við færum svo eitthvað um hvöldið.Ók við fórum í bæinn og hann keyfti handa mér gull hálsmen og eyrnalokka, svo var brunað heim,og mér sagt að fara í fín föt og vera tilbúin kl 6. Svo um kl 6 var flautað fyrir utan þá var þetta Siggi minn og Sigga og Maggi í bílnum og við fórum inneftir það var verið að reyna að villa um fyrir mér, sem var bara gaman, en svo keyrði Siggi okkur upp í Perlu og þar var farið inn og eru þá ekki Nonni bróðir og Anna þar skæl brosandi og fín, svo byrtust þaug hvert af öðru systkyni mín og makar,sem var alveg frábært og ég sem hélt að við værum bara að fara tvö út að borða. En þetta var það skemtilegasta hvöld sem ég hef upplifað í mörg ár. Það var frábær matur og þjónusta þarna í Perlunni,þaug komu líka Guðný og Stebbi bróðir Didda.Við fórum svo öll á Pleyers að hlusta á hljómsveitina Popps ,það var meiriháttar ,maður breyttist bara í ungling,hahaha, þeir sem eru í Popps eru Gunni Þórðar, Maggi Kjartans,Óttar Felix,og Pétur??? ég veit ekki hvers son.Þetta var semsagt Frábært afmæli.
30.12.2008 | 23:27
Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að kíkja á bloggið mitt, verður vonandi meira blogg hjá mér á næsta ári.
29.12.2008 | 22:34
Búin að elda jukk
Já það tókst hjá mér að sulla saman hakki og einhvernskonar grítu,þetta var bara mjög gott sagði kata og Siggi , Diddi kom svo að borða seinna ,var að gera við bíl, sem er nú ekki nýtt? já hann var ánægður með matinn eins og hann er alltaf,sama hvað það er. ég er að fara að stytta buxur á eftir ef að ég þá get það, mér er frekar ylt í báðum höndum ég held að það sé af því að ég datt út á götu á þorláksmessu og bar fyrir mig hendurnar sem var alveg ferlegt og óskaplega sárt !!!ég er alveg ferlegur hrakfallabálkur
hehehehehe, ef að það hefði verið bíll á ferðinni þá hefði ég lent undir honum
.
29.12.2008 | 18:44
skyla og skiftiferð í bæinn
Við fórum í bæinn áðan að skifta jólagjöf í Smáralynd ,þar hittum við Kata Rebekku Stjána Védísi og Anítu frá Stað þaug voru bara hress og kát það var gaman að sjá litlu stelpurnar ,hef ekki séð þær í ca eitt ár, jæja er að fara að elda eitthvað jukk
29.12.2008 | 00:58
jólin
Jólin voru alveg frábær hjá okkur og var etið og drukkið mikið ( já allt of mikið) en nú stendur til að gera bragabót á því, sem sagt það á að fara að ganga að minnsta kosti í hálftíma á dag, alveg sama hvernig veðrið verður TAKK FYRIR. Kisinn er hjá okkur enn og sýnir ekkert fararsnyð eða er bara eins og að hann hafi alltaf átt heima hjá okkur, greyið er svo mikið krútt og er svooo góður. Jæja er farinn að
skrifa meira á morgun.
18.12.2008 | 22:41
Kisan er enn.
Kisan er ennþá hjá okkur, enginn hefur spurt um hana,en hún er alveg frábær það er ekki víst að ég tími að láta hana frá mér ég er svo mikil katta kelling. það er verið að rífa eldhúsinnréttingu niðri hjá mér og það gengur mikið á hjá þeim feðgum, það á að setja nýja innréttingu og nýtt á gólvið í eldhúsinu. Kanski tekur hann köttinn að sér ef enginn spyr um hann, hann Siggi.
17.12.2008 | 17:09
köttu gerir sig heimakomin
Í gærhvöldi 16-12-08. kom mikið mjálmandi köttur inn um gluggann í vaskahúsinu, hann er hvítur og bröndóttur (flekkóttur) fress og algjör kelu rófa mér sínist hann vera blandaður Síams því að hann svarar stanslaust ef að maður segir eitthvað og svo sígur hann á manni eyrnasnepplana ef að maður leyfir honum það. Hann er ekki með ól eða neitt, þannig að ég held að hann hafi bara villst að heiman, ef einhver kannast við hann þá er hann hér í Kirkjugerði 11 Vogum, sími 424-6640.
Um bloggið
Svandís Magnúsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar