12.3.2009 | 22:05
Kærleiks þankar.
það er nú meira hvað ég er jákvæð í kvöld, ég lagði mig líka í dag þegar að ég kom úr vinnuni og var svo úthvíld þegar ég vaknaði aftur, að það er magnað , nú er ég búin að gera ýmislegt sem hefur sitið á hakanum , eins og að hringja í hann pabba minn á Hólmavík, hann sagði nú bara alt ágætt og er sæmilega hress og það var gott að heyra í honum. Unglingurinn er að taka til í herberginu, það hefur staðið til lengi en logsins gerðist það hehe
. jæja nú er ég að verða löt og segi eins og konan sem var að sauma á sig kjól, hún var svo þreytt á kjólnum að hún lagði hann bara á hliðina og fór út.
Góðar stundir.
10.3.2009 | 15:09
Jákvæðni.
Ég er altaf jákvæð og var nú alveg í skíonum í gær þegar við seldum Ekonolæninn logsins og hann var tekinn úr innkeyrslunni , það er frábært að geta logsins lagt heimilisjeppanum þar. Annars er mitt mottó eins og hjá henni Pollíönnu, það gæti verið verra, þetta hefur reynst mér vel að hugsa svona.
3.3.2009 | 16:05
Orðin 16 ára
hún Katrín mín er 16 ára í dag, og ég ætla ekki að trúa því, hún sem var bara að fæðast í gær eða fyrradag ,allavega er mjög stutt síðan ég á ekki orð, hvað skal segja um þessa stelpu , hún er búin að vera eins og barnið í bókinni og ég vona að guð gefi að alt gangi vel í framtíðinni. Hún er alveg yndisleg dóttir, yndisleg systir bræðra sinna, og frábær manneskja.
1.3.2009 | 17:21
Poppmessa.
það var æskulýðsmessa í Kálvatjarnarkirkju í dag og ég var að syngja þar með kirkjukórnum og öllum söfnuðinum, það var alveg ferlega gaman, undirleikarar voru Frank á harmonikku og ungur maður spilaði á rafmagnsgítar, ég veit ekki hvað hann heitir. En svo tóku fermingarbörnin mikinn þátt í messuni sem var frábært.Það var byrjað á því að skýra þrjú börn , tvær stúlkur og einn dreng alveg ofsalega hátíðlegt svona í upphafi messu, en svo byrjaði fjörið.
24.2.2009 | 22:11
Sprengidagur!
Já það er sko búið að borða ,bæði í hádegi og kvöldmat, saltkjöt og baunir auðvitað, ég er sko alveg við það að springa. ÉG fór svo á söngæfingu og það var frekar ervitt að syngja svona södd,og ekki mikið vit í því, en það var skemtilegt því að við vorum að æfa fyrir poppmessu sem á að vera á sunnudaginn 1 mars kl 2, á ekki að mæta? Jæja ekki meira sagt í bili.
22.2.2009 | 23:44
Skóblynda.
ja það er ekki á hann logið hann Kristinn Svan sonarson minn, hann sagði við pabba sinn, veistu af hverju ég fer alltaf í krummafót, það er af því að ég er skóblyndur
svo sagðist hann vera að horfa á sverðtigrístýraljón á You Tub í dag
.jæja ég skrifa meira seinna þegar ég verð í stuði til þess .
11.2.2009 | 23:21
kvefið 000ooo
Nú er að hellast í mig hvef en ég var að tala við Bobbu systur, hún sagði mér að drekka soðið vatn með hunangi og kanil út í ,ég fór og gerði það og ég er ekki frá því að það sé nú bara farið að virka
jæja en það er nú langt síðan að ég bloggaði ,og það er af því að ég er svo þreytt eftir vinnuna já og löt að ég verð nú bara að segja eins og Konan! ég var svo þreytt þegar ég kom heim að ég henti mér bara beint undir rúm.
.
2.2.2009 | 23:42
þorrablót.
Það var þorrabló á laugardagskvöldið 31 jan, í Tjarnarsalnum hér í Vogum á vegum kvenfélagsinns hér, það var alveg ofsalega gaman og góður maturinn.Það voru góð skemmtiatriði, td hann Bjarni Haukur var alveg stór skemmtilegur og hann Haddi Ellíar var með uppistand líka og var góðu, mjög góður. Svo var náttúrlega hljómsveit, hún hét Hobbitarnir, góðirrr, við dönsuðum til kl 4 um nóttina og skjögruðum heim alveg dauð þreitt, erum ekki vön þessum líkamsæfingum,( ekki lengur) maður er orðinn svo stirður í skrokknum.jæja nú er ég búin að fá nóg í kvöld og segi
.
23.1.2009 | 22:33
Pabbahelgi
Það er pabbahelgi hjá syni mínum sem býr niðri hjá mér , og þá koma drengirnir mínir mikið upp til okkar sem er gott, þeir eru 3, og allir fjörugir í meira lagi sérstaklega þegar að þeir eru allir saman.
. Já það má nú segja, jæja nú er ég alveg búin að blogga
og segi bara góða nótt allir sem lesa þetta
. PS þeir eru indislegir drengirnir
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.1.2009 | 23:46
Gigg í álvagerði
Það var ofsalega gaman að syngja í álvagerði í kvöld við vorum að heiðra minningu Davíðs Stefánssonar með því að syngja texta eftir hann og lög eftir Bryndísi Rafnsdóttur ( Biddu) alveg ofsalega falleg lög,og okkur tókst mjög vel upp, margir sögðu að við værum Góðar!
svo var söng og spilahópurinn Uppsygling líka þarna ferlega góð það eru nokkuð margir einstaklingar sem hafa sungið og spilað saman í mörg ár. þetta var alveg frábært kvöld, takk fyrir,og góða nótt.
Um bloggið
Svandís Magnúsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar